top of page

ALLT FYRIR NÁTTÚRUNA!

ALLT FYRIR NÁTTÚRUNA!  -  Stefnumót á Snæfellsjökli.

 

Fjallaskíða- og umhverfisverndarhópurinn Njóta eða Þjóta stendur fyrir vitundarvakningu á Snæfellsjökli á sumarsólstöðum 21. júní. Við sameinumst í bila við Korputorg kl 16.  og áætlum að vera á toppi jökulsins um kl 22.  Í hlöðunni á Litla Kambi (næsti bær áður en komið er að Arnarstapa) verður slegið upp dagskrá frá kl 23:30 með tónlist, stuttum atriðum og gróðursetningu, en framvegis stefnum við að því að kolefnisjafna allar okkar ferðir.

 

Vitundarvakningin miðar að því annarsvegar að fá fólk út í náttúruna til að tengjast náttúrunni og finna til ábyrgðar gagnvart móður jörð og hins vegar viljum við standa fyrir hópefli til að styðja fólk til ábyrgrar hegðunar.  Við trúum því að yfir 90% Íslendinga séu komnir með áhyggjur af náttúrunni en viti ekki  hvernig helst má bregðast við eða hvað sé til ráða gagnvart móður jörð. Við þurfum ekki annað en að líta í eigin barm !!

 

Hvað er til ráða ?

 

Við sem viljum taka okkur taki og breyta lífsháttum okkar þurfum aðstoð og stuðning. Ein árangursríkasta leiðin til breytinga er samstaða, að skapa hópefli með yfirlýsingum á áberandi hátt og sem víðast um að viðkomandi sé staðráðinn að gera betur og hann viti að hann er ekki einn á ferð heldur stór hópur fólks sem er samferða honum.

 

Þannig varð hugmyndin að „sáttmálanum“ til. Fáum fagfólk til að legga drög / hugmyndir að „sáttmálanum“ og Andri Snær tekur að sér að skrifa sáttmálann; „Vöknum til Lífsins“. Öll þjóðin getur skrifað undir sáttmálann á netinu (í þessu felst ákveðin skuldbinding) en áður höfum við fengið áhrifamenn á þjóðarskútunni, helst sjálfan forsetann, til að skrifa undir sáttmálann á toppi Snæfellsjökuls. 

 

Við vitum að jöklarnir endurspegla þá hröðu atburðarrás sem á sér stað, varðandi hlýnun jarðar, betur en nokkuð annað. Nýlegar mælingar á Snæfellsjökli sýna fram á að jökullinn eigi ekki nálægt 70 ár eftir, eins og talið var, heldur meiri líkur en ekki að hann verði horfinn innan 30 ára !!  Við teljum að með því að færa kastljósið „til síns heima“ þá megi ná enn betri fókus og athygli á umræðuna. Ná athygli fjölmiðla, fulltrúa stjórnmálaafla, sveitarfélaga, ríkis, fyrirtækja og allra þeirra sem vilja láta taka sig alvarlega.  

 

Snæfellsjökull er táknmynd þeirrar náttúruvakningar sem við munum standa fyrir. Við höfum mikinn áhuga á að tengja Snæfellsjökul við ákveðin náttúrufyirbrigði þar sem sól og tungl leika stærsta hlutverkið.  Á sumarsólstöðum, jafndægri að vori, jafndægri að hausti og á vetrarsólstöðum.

 

Við höfum fengið Sævar H Bragason (stjörnu Sævar) og Andra Snæ Magnason með okkur í lið en þeir eru báðir mjög áhugasamir um hugmyndina. Margir fleiri hafa lýst yfir áhuga að leggja okkur lið m.a. Rakel Garðarsdóttir, Hildur Knútsdóttir, Tómas Guðbjartsson ofl. ofl.

 

Í júní á sumarsólstöðum á síðasta ári mættu rúmlega 100 manns með okkur á fjallaskíðum á Snæfellsjökul. Á sumarsólstöðum nk. föstudag 21. júní viljum við sjá enn fleiri koma með okkur á jökulinn.  Við ætlum að fagna jöklinum með tónlist, upplestri og gjörningi. Þessi samkoma verður góð upphitun fyrir miklu stærri UMHVERFIS - viðburð 20. júní 2020.  Við hugsum stórt og fáum marga í lið með okkur m.a. Landsbjörgu, sveitarfélög, ríki og fjölda fyrirtækja. Við fáum ráðmenn þjóðarinnar með okkur á Snæfellsjökul og þekkt erlend andlit munu taka þátt í umhverfisvakningunni á næsta ári og komandi árum.

Fallegar myndir af Snæfellsjökli

Ljósmyndari: Ólafur Már Björnsson

Snæfellsjokull-87-4K.jpg
Snæfellsjokull-16-4K.jpg
Snæfellsjokull-10-X5.jpg
Snæfellsjökull15 72 - Version 2-4K.jpg
Snæfellsjokull-131-4K.jpg
DJI_0388mynd.jpg
bottom of page