Njótaleikarnir í Kerlingarfjöllum 7. - 9. júní
Metnaðarfull 3. daga dagskrá frá hádegi á föstudag fram á sunnudag.
Eftir glæsilega uppbyggingu á síðustu árum í Kerlingarfjöllum þá kemur það í okkar hlutskipti að
tryggja að gamla góða Kerlingarfjallastemningin verði til staðar um ókomna framtíð í fjöllunum.
Föstudagurin 7. júní
Leikarnir hefjast kl 13:00
Snjósleðar til taks í brekkunum og boðið upp á göngu á einhvern af vestari toppunum,
“Ögmund, Mæni, Röðul, Tind eða Hött”
Skellum okkur í nýja Baðlónið og njótum sem aldrei fyrr.
Eftir kvöldmat þá verða tónleikar með okkar fremsta tenór söngvara Gissuri Páli Gissurarsyni og hans sérlega undirleikara Árna Heiðari Karlssyni. Tónleikarnir eru tileinkaðir og til heiðurs frumkvöðlunum sem ruddu brautina og stofnuðu Skíðaskólann í Kerlingarfjöllum.
Laugardagurin 8. júní
Byrjum á njóta fjallaskíða skemmtun undir styrkri leiðsögn bræðranna Jónasar og Örnólfs Valdimarssona.
Frítt á apres-ski barinn í fjallinu um miðjan dag og við skorum á hvert annað í samhliðasvigi.
Fjörið heldur áfram í Baðlóninu fram að kvöldmat.
Eyfi og óvæntir gestir troða upp og halda uppi fjörinu á Kerlingarfjallakvöldvöku og síðan dönsum við frameftir eins og enginn sé morgundagurinn .
Sunnudagur 9. júní
Frjáls dagur á fjöllum - Snjósleðar til taks til að létta okkur sporið.