Njótaleikarnir í Kerlingarfjöllum 2025
Hvítasunnuhelgina 6. - 9. júní
Föstudagurin 6. Júní
Ef veðurspáin lítur vel út þá munum við hvetja þátttakendur til að drífa sig snemma í Kerlingarfjöllin á föstudeginum og við sjáum fyrir okkur að toppa “Ögmund, Mæni, Röðul, Tind eða Hött og alla hina” 😊 ☀️ ❄️
Laugardagurin 7. júní
Byrjum á að njóta í brekkunum undir styrkri leiðsögn bræðranna Jónasar og Örnólfs Valdimarssona. ⛷
Frítt á apres-ski barinn í fjallinu um miðjan dag og við skorum á hvert annað í samhliðasvigi. 🍾
Seinni part dags færum við okkur niður í Gíslaskála þar sem fjörið heldur áfram og apres-ski barinn áfram opinn meðan birgðir endast. Seinna um kvöldið, eftir sameiginlegan málsverð, þá verður slegið upp Kerlingarfjallakvöldvöku og hver veit nema við dönsum frameftir eins og enginn sé morgundagurinn. 💃
Sunnudagur 8 og mánudagur 9. júní (annar í Hvítasunnu)
Frjálsir dagar á fjöllum - Munum reyna að endurtaka frábæran dag frá í fyrra þegar allir helstu topparnir voru þræddir og frá Mæni var skíðað alla leið niður að Ásgarði. Svo er Loðmundur alltaf á sínum stað - Í alvöru, er einhver að velta fyrir sér að skíða niður Loðmund ??!!
Allt innifalið:
Verð fyrir félgsmenn í Njóta eða Þjóta er 30.000 kr - aðrir greiða 45.000 kr ( hjón 80.000 kr )
Nánar: Gisting í allt að 3 nætur ( svefnpokapláss )
3 x morgunverður íþróttamannsins og 2 x gourmet kvöldverður ( ekki á föstudagskvöldinu )
Frítt á apres-ski barinn meðan birgðir endast
Leiðsögn á fjöllum - Jónas og Örnólfur Valdimarssynir
Kvöldvaka og áfram eru það snillingarnir Valdimarssynir sem fara fyrir hópnum.
Þátttakendur hafa samband við Kidda Sig í síma 694-7720 eða í emaili á info@fjallaskidamot.is
Ef ekki verður af ævintýrinu okkar vegna veðurs eða ófærðar verður mótsgjaldið endurgreitt að fullu.
