FJALLAFÆRNI

Til nýliða sem eru að stíga sín fyrstu skref á fjallaskíðum.

 

Þetta er félagslegt sport og við hjálpumst að í okkar ferðum. Það er í okkar anda að sameinast í bíla og ganga vel um náttúruna. Við gefum okkur góðan tíma til að græja okkur þegar komið er að snjólínu. Þá er tími til að spjalla og spyrja og gott tækifæri til að fá leiðsögn hjá þeim sem eru reyndari.

 

Græjur og göngutækni: Þegar þið eruð komin í snjóinn setjið þið skinnin undir skíðin og setjið plastið í bakpokann. Þið stillið bindingar og skó á "Walk". Þegar þið byrjið að ganga þá farið hægt og á jöfnum hraða - finnið ykkar takt. Þið varist að lyfta skíðunum mikið en leitist við að "slæda" (renna skíðunum eftir snjónum og sletta þeim pínu fram). Munið að hækka undir hælinn þegar brattinn eykst - prófið ykkur áfram með það. Þegar við erum í hliðarhalla er hægt að hafa hærra undir neðra skíðinu og stilla skíðastafina í hæð sem hentar.

 

Njótið ferðalagsins! Þið gangið á ykkar hraða og stoppið þegar ykkur hentar. Enn betri tækni er að ganga hægar og stoppa sjaldnar. Verið vakandi fyrir líðan ykkar og upplifun og hlustið á skilaboð líkamans. Ef þið farið að finna fyrir sárum á fótunum þá er ráð að stoppa strax, alls ekki bíða með það og setja plástur (second skin) eða teipa. Það er alltaf einhver tilbúinn til að aðstoða ef eitthvað vantar.

 

Nesti - tillögur

Það er nauðsynlegt að næra sig og drekka vel, jafnvel þótt við höfum ekki mikla list.

-Vatn eða orkudrykki

-Nasl: Orkubitar eða hnetur, súkkulaði, þurrkaðir ávextir

-Flatkökur, samlokur, sviðasulta, epli og hnetusmjör

-Heitt kakó eða kaffi.

Útbúnaður!

-Fjallaskíði eða -bretti (splitboard)

-Fjallaskíðaskór með göngu stillingu, brettaskór

-Skíðastafir stillanlegir stafir henta ólíkum bratta.

-Skinn sniðin að viðkomandi skíðum Bakpoka

Valkvætt

-Hjálmur ef fólk vill Snjóflóðaýli

-Skófla – samanbrjótanleg álskófla

-Snjóflóðastöng – a.m.k. 240 cm löng

-Skíðagleraugu, sólgleraugu, sólarvörn og varasalva

-Plástur og teip Ullarföt næst sér

Hafa samband

Email: info@fjallaskidamot.is

Sími: 6947720