FERÐAÁÆTLUN 2025 Endurskoðuð, skrifað 15. maí.
Vegna snjóleysis þá aflýstum við ferð á Trölla um Páskana og ferðinni til Austfirsku Alpana var einnig aflýst.
Hátt í 50 manns áttu ógleymanlegar samverustundir í 10 daga skíðaferð til La Thuile á Ítalíu, mánaðarmótin mars / apríl. Veðrið lék við okkur og félagsskapurinn hefði ekki getað verið betri, söngur og gleði að hætti Kerlingarfjallamanna þar sem Örnólfur fór reglulega á kostum. Þessi ferð verður lengi í minni höfð.
Þrátt fyrir snjóleysi hér heima þá höfum við náð að grípa tækifærið margar helgar í vetur.
Eftirminnilegar dagar m.a. á Snæfellsjökli, 2x Bláfell, norður til Steingríms á Tindastól og nú í byrjun maí frábær helgi á Vatnajökli þar sem Læknabrekkan var skíðuð við bestu aðstæður.
Framundan er ferð á Tindfjöll sunnudaginn 18. maí og við munum vera áfram vakandi yfir bestu aðstæðum á fjöllum fram undir lok júní en við stefnum m.a. á Snæfellsjökul um Sumarsólstöður 21. júní.
Njóta leikarnir verða haldnir í Kerlingarfjöllum Hvítasunnuhelgina - 6. - 9. júní og munum við gista í Gíslaskála sem er ca 11 km frá Ásgarði í Kerlingarfjöllum. Nánar er fjallað um þennan viðburð hér.
Í lok ágúst munu Njóta eða Þjóta félagar hjóla í Portúgal og er uppselt í þá ferð.
