UM OKKUR


Félagsmenn Njóta eða þjóta eru: Kristinn Sigurðsson, Ásdís Olsen, Sæmundur Kristjánsson, Hannes Petersen, Valdimar Flygenring, Arnþór Halldórsson, Hulda Björk Pálsdóttir, Guðjón Sævarsson, Auður Hermannsdóttir, Ólafur Sigmundsson, Máni Ásgerisson, Björgvin Sigurðsson, Helga Bergmann, Ásgeri Þorgeirsson, Einar Bjarnason, Jónas Valdimarsson, Ari Víðir Axelsson, Steingrímur R. Friðriksson, Hersteinn Kristjánsson, Geir Arnar Geirsson, Gunnar Sv. Gunnarsson, Silja Rún Guðmundsdóttir, Hermann Þór Snorrason, Jón Ingi Dardi, Magnea R. Rögnvaldsdóttir Guðmundur Guðnason, Sveinn Hannesson, Eyjólfur R. Þráinsson, Björgvin Sigurðsson, Sveinn Ólafsson, Steingrímur Gunnarsson, Sigrún Gréta Helgadóttir, Þórey Edda Elísdóttir, Vignir Rúnarsson, Logi Hauksson, Sverrir Þorsteinsson, Ingólfur Kristinsson, Erlendur Þór Ólafsson, Erlendur Björsson, Sigurður Einarsson, Sólveig B. Jósefsdóttir, Ólafur Jósefsson, Ásta Margrét Karlsson, Hrafn Hauksson, Jón Ólafsson, Snorri Hreggviðsson, Kolbeinn Guðmundsson, Corinna Hoffmann, Barbora Fialova, Björgólfur Thorsteinsson, Jón Þór Daníelsson
Við sem stöndum að „Njóta eða Þjóta“ erum Fjallageiturnar Hannes Petersen, Kristinn Sigurðsson, Ásdís Olsen, Valdimar Flygenring, Ásgeir Þorgeirsson og Helga Bergmann svo fáeinir séu nefndir. Við eigum það sameiginlegt að hafa mikla ástríðu fyrir fjalla- og skíðamennsku. Mörg okkar eru alin upp Í Bláfjöllum eða Skálafelli við skíðaþjálfun og keppni.
Á síðustu árum hefur fjallaskíðasportið átt hug okkar allan, enda leitun að áhugamáli sem heltekur líkama og sál jafn afgerandi. Óteljandi ferðir á marga helstu tinda Íslands og Haute Route fylla mann hamingju og þrótti sem gerir hversdagsleikann svo miklu auðveldari viðureignar.
Við viljum vera þátttakendur í því að bera út hróður fjallaskíðaíþróttarinnar þannig að fleiri og fleiri átti sig á heilnæmi hennar. Ferðalag á fjallaskíðum um ótroðnar slóðir í góðra vina hópi er betri lækning en nokkurt lyf. Þeir sem til þekkja vita einnig hversu vel fjallaskíðaiðkun fer með stoðkerfið, þá helst hné og mjóhrygg. - Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að annar hver læknir er kominn á fjallaskíði, nema að ástæðan sé mun einfaldari – þeir hafi áttað sig á því að rauðvínsglasið bragðast mun betur að kvöldi eftir góðan dag á fjöllum.
Aðstandendur Njóta eða þjóta munu aðra hvora helgi bjóða öllum, sem vilja taka þátt í sameiginlegri göngu, að mæta í Skálafell í febrúar og mars. Boðið verður upp á einfalda leiðsögn í boði GG Sport og Green Diamond harðkornadekkja - Við vitum að maður er manns gaman.
Taktu ákvörðun í dag, veldu fjallaskíðasportið og skráðu þig í Njóta eða Þjóta í Kerlingarfjöllum 5. til 7. júní í sumar. Ef þig vantar búnað þá tökum við vel á móti þér í GG Sport, Smiðjuvegi 8.