top of page

GÖNGUSKÍÐI Í KERLINGARFJÖLLUM

Dagskrá:
Föstudagur: Móttaka, kvöldmatur, pubquiz og sólsetursganga um næsta nágrenni. Laugardagur: Skemmtikeppni í skíðaskotfimi með ýmsu ívafi að hætti Einars og Óskars. Seinna um daginn er farinn lengri ferð um fjalllendi Kerlingarfjalla, “milli jökla” sem endar í "apres-ski" barnum í boði Ölgerðarinnar.

Laugardagskvöld: Verðlaun veitt fyrir ýmiss konar framúrskarandi árangur, brekkusöngur og varðeldur.

Sunnudagur: Skemmtiganga um áhugaverð svæði í Kerlingarfjöllum.
 


Fæði og gisting:
Innifalið er gisting í 2 nætur, kvöldverður á föstudegi ( til kl 22:00 ) og laugardegi og morgunmatur laugardag og sunnudag, nema fyrir gesti á tjaldstæði.  Gestir á tjaldstæði greiða aðstöðugjald og mótsgjald í alla dagskráliði. Innifalið í öllum verðum er þátttaka frá föstudegi til sunnudags í öllum dagskráliðum sem koma fram hér að ofan. 

 

Verð er á bilinu 31.000kr til 67.500kr eftir þvi hvaða valmöguleikar eru valdir varðandi gistingu. Við hvetjum alla áhugasama á að ganga frá skráningu sem allra fyrst enda er gert ráð fyrir að uppselt verið í öll gistirými fyrr en síðar.

 

 

Nánar um gistiaðstöðu í Kerlingarfjöllum má finna inná kerlingarfjoll.is

19. jún. 2020, 15:00
Kerlingarfjöll, Iceland

19. júní - 21. júní 2020

bottom of page