top of page

HEYDALUR Í ÍSAFJARÐARDJÚPI

Heydalur er náttúruparadís í Mjóafirði sem er næst innsti fjörður í Ísafjarðardjúpi.  Frá Heydölum er hægt að gera út á Drangajökul og fjöll í næsta nágrenni.

Í apríl 2018 var myndarlegur hópur á okkar vegum í Heydölum og áttum við frábæran dag á jöklinum, í náttúrulaugum og hátt á heiðum uppi þar sem m.a. var dorgað í gegnum vök og aflinn síðan framreiddur að kvöldi.

Staðarhaldarar og mæðginin Stella og Gísli dekruðu við okkur á alla lund fyrir utan mjög glæsilegt tilboð sem okkur var boðið og mun gilda aftur fyrir ferðina í mars (14. - 17.) Við gerum fastlega ráð fyrir að uppselt verði í ferðina í ár enda um takmarkað gistirými að ræða.

Verð fyrir sólarhringinn er 12.000 kr. og innifalið er: Gisting í uppábúnum rúmum, morgunmatur, nesti yfir daginn og kvöldverður. -  Flestir koma og dvelja með okkur alla 3 dagana og greiða því 36.000 kr.

14. - 17. mars 2019

bottom of page