Mynd er birt með góðfúslegu leyfi hiticeland.com
Þessi heimasíða er vettvangur fjallaskíðafólks sem hefur áhuga á að taka þátt í ferðum á fjöll í góðum félagsskap og er umhugað um náttúruna.
Í forsvari fyrir hópinn eru Kristinn Sigurðsson og Ásdís Olsen, og ráðgefandi og styðjandi eru Jónas Valdimarsson, Einar Bjarnason, Andri Snær Magnason, Hermann Þór Snorrason, Helga Bergmann, Gunnar, Hannes Petersen, Sæmundur Kristjánsson, Þorvaldur Sigurðsson, Valdimar Flygenring og Vigdís Sif Hrafnkellsdóttir.
Á síðustu árum hefur fjallaskíðasportið átt hug okkar allan og jafnframt því hefur náttúruvernd orðið okkur sífellt hugleiknari. Við leitumst nú við að lágmarka vistsporin okkar og kolefnisjafna allar okkar ferðir með átakinu "Allt fyrir náttúruna".
Allir eru velkomnir með í Njóta eða þjóta fjallaskíðaferðir sem hafa getu til að ganga á fjöll og skíða utan brauta. Þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref á fjallaskíðum fá leiðsögn á æfingadögum í Skálafelli á veturnar. Í byrjun júní er síðan haldið stórt fjallaskíðamót í Kerlingarfjöllin þar sem fjallaskíðafólk kemur saman til að Njóta eða Þjóta, og taka síðan þátt í miklum gleðskap í anda Kerlingarfjalla með kvöldvöku og dansi.
Frekari upplýsingar má finna á facebooksíðu Njóta eða þjóta. Einnig má hafa samband við Kristinn í síma 694 7720 eða Ásdísi í síma 898 9830.