mynd62369388_10213837410065123_695890703

ALLT FYRIR NÁTTÚRUNA

SUMARSÓLSTÖÐUR // 21. JÚNÍ 2019

Við vekjum athygli á náttúruverndarátakinu “Allt fyrir náttúruna” sem verður hleypt af stokkunum með táknrænum gjörning á toppi Snæfellsjökuls á sumarsólstöðum, n.k. föstudag. Tvöhundruð fjallaskíðagarpar ætla að sameinast á toppnum kl. 22:00 til að fagna því að geta enn notið jökulsins. Þátttakendur stíga síðan fyrstu skrefin í átt að sáttmála við náttúruna til framtíðar með því að gróðursetja eitt tré á mann, til að kolefnisjafna ferðina á Snæfellsnesið.

Þegar komið er niður af jökli verður fagnaðarfundur í hlöðunni á Litla Kambi. Dagskráin hefst þar kl. 23:00 - með tónlist, atriðum og almennri gleði til heiðurs Snæfellsjökli. Síðan fær hver gestur eitt tré til að gróðursetja í miðnæturssólinni.

Þeir sem eiga þess kost að taka þátt í náttúruævintýri á lengsta degi ársins ættu að taka með sér tjald. Það verða tjaldbúðir á tjaldstæðinu á Arnarstapa. Nánari upplýsingar á https://www.njotaedathjota.is/ og hjá Kristni Sigurðssyni síma 694 7720 eða Ásdísi Olsen í síma 898 9830.