top of page

FJALLASKÍÐI Í KERLINGARFJÖLLUM

Fyrstu helgina í júní verður Njóta eða Þjóta mótið haldið í 5. sinn í Kerlingarfjöllum.

Því miður fáum við ekki notið aðstöðunnar í Ásgarði þar sem svæðið er undirlagt vegna framkvæmda. Mjög margir innan raða Njóta eða Þjóta hópsins eiga ógleymanlegar minningar úr Kerlingarfjöllum og eru fjöllin okkur kær og tilhlökkunarefni að fá að njóta þeirrar glæsilegu uppbyggingar sem á sér nú stað í Kerlingarfjöllum, um ókomin ár.

Við deyjum ekki ráðalaus heldur verður gert út frá Skjóli sem er á milli Geysis og Gullfoss.  Góð aðstaða er fyrir „camping“ og lítið mál að halda glæsilega kvöldvöku með Eyfa og félögum inn í húsi. 

Betri gistingu er síðan hægt að fá m.a. á Kjóastöðum eða hótel Geysi. 

Nánari upplýsingar um hvernig við munum útfæra mótið í Kerlingarfjöllum og skipuleggja gleðina í Skjóli verður kynnt með hækkandi sól ....

Sjá nánar hér um Skjól;   https://amazingbasecamp.is/skjol-camping/

mynd-kerlingafjöll.jpg
bottom of page